Nefndarmenn einhuga í vaxtaákvörðun

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands voru einhuga í stýrivaxtaákvörðuninni sem tekin var fyrir tveimur vikum um að halda þeim óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem birtist á vef Seðlabankans.

Á meðal þess sem fram kemur í fundargerðinni er að nefndarmenn hafi veitt því sérstaka athygli að vísbendingar væru um að langtímaverðbólguvæntingar hefðu farið yfir markmið og að óvissa væri um hvernig bæri að túlka hækkun verðbólguvæntinga. Töldu sumir nefndarmenn að möguleiki væri á því að óvissa um framtíð ramma peningastefnunnar væri þegar farin að grafa undan kjölfestu langtímaverðbólguvæntinga.

Nefndarmenn voru auk þess sammála um að ef verðbólguvæntingar myndu halda áfram að hækka krefðist það harðara taumhalds peningastefnunefndar.

Í umræðunni var einnig minnst á að aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum hefðu áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður yrði í lægra atvinnustigi. Á það var bent að hætta væri á að niðurstöður kjarasamninga yrðu ekki í samræmi við verðbólgumarkmarkmiðið en einnig að mögulegt útspil ríkisstjórnarinnar í tengslum við það yrði ekki fjármagnað að fullu og gæti þannig haft í för með sér að það slaknaði á aðhaldi ríkisfjármála.

Fundargerðina í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK