Skúli hvetur starfsfólk sitt áfram

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/RAX

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, hvetur starfsfólk sitt til dáða og segir að vinna við skuldafjárútboð flugfélagsins gangi vel og að hann sjái fyrir endann á því ferli. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í dag.

Skúli kveðst vongóður um að áætlunarverkið takist og segir það fullkomlega eðlilegt að það taki tíma að ganga frá ýmsum smáatriðum áður en verkið klárast.

Hann segist halda að fjölmiðlar skrifi áfram um fyrirtækið og að hann hafi fullan skilning á því að starfsfólk sé undir þrýstingi frá fjölskyldu og vinum sem vilja vita hvað er í gangi.

Skúli ætlar að upplýsa starfsfólk frekar eins fljótt og auðið er en bréfin má sjá á Vísi.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir