Íslenska krónan styrkist um 2%

Íslenska krónan hefur styrkst í dag gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Íslenska krónan hefur styrkst í dag gagnvart helstu gjaldmiðlum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska krónan hefur styrkst talsvert gagnvart erlendum gjaldmiðlum það sem af er degi.

Krónan styrktist um tæp 2% í morgun, miðað við gengisvísitölu krónunnar, og veiktist síðan lítillega áður en hún styrktist um tæpt 1% um þrjúleytið í dag. Samtals nam styrking dagsins þó um það bil 2%.

„Þróunin á krónunni hefur fyrst og fremst endurspeglað aukna óvissu og áhyggjur af þróun í ferðaþjónustu. Augljóslega tengist það yfirstandandi útboði WOW air,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningadeild Arion-banka.

„Eftir því sem fregnir hafa skýrst þá virðist bjartari yfir ferðaþjónustunni seinni partinn í dag en útlit var fyrir í byrjun vikunnar. Það er túlkunin á markaði og endurspeglast í krónunni," segir Stefán Broddi við mbl.is.

Frá mánaðamótum hefur krónan veikst um 2,3% miðað við gengisvísitölu krónunnar.

Á þriðjudaginn greip Seðlabankinn inn í í kjölfar þess að íslenska krónan hafði lækkað talsvert dagana á undan og þann dag og var það í fyrsta skipti í 10 mánuði sem slík inngrip verða hjá bankanum að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings  hjá Íslandsbanka, eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK