Niðurstaðan í nánd

Vél frá WOW air.
Vél frá WOW air.

Í gær voru erlendir fjárfestar búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins í dag. Enn er unnið að því að fá fjárfesti sem leggur félaginu til tugi milljóna evra í hlutafé að því er heimildir Fréttablaðsins herma.

Síðustu vik­ur hafa forsvarsmenn flugfélagsins í sam­ráði við fjár­mála­fyr­ir­tæki, inn­lend og er­lend, unnið að því að tryggja fé­lag­inu að minnsta kosti 50 millj­ón­ir doll­ara með út­gáfu skulda­bréfa og í frétt Fréttablaðsins segir að nú sé sú vinna á lokametrunum.

Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað undanfarið en samkvæmt áætlunum félagsins er gert ráð fyrir verulegum umskiptum á næstu misserum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir