Óskabein selur fyrir 430 milljónir í VÍS

VÍS.
VÍS. mbl.is/Styrmir Kári

Fjárfestingafélagið Óskabein seldi í dag hluti að andvirði 430 milljóna króna í VÍS í dag.

Í tilkynningu til Kauphallar kom fram að 40 milljónir hluta hefðu verið seldir á genginu 10,75 en einn hluthafa Óskabeins er Gestur Breiðfjörð Gestsson en hann er einnig stjórnarmaður í VÍS.

Um er að ræða hlutalokun á framvirkum samningi frá því í júní á síðasta ári um upphaflega 90 milljónir hluta sem áður hefur verið tilkynnt um. Samningurinn er á gjalddaga hinn 12. desember á þessu ár en staða framvirka samningsins eftir viðskiptin er um 39.784.996 hlutir.

Á meðal eigenda Óskabeins eru þeir Sigurður Gísli Björnsson hjá Sæmarki sjávarafurðum, Gestur Breiðfjörð Gestsson, eigandi Sparnaðar og Andri Gunnarsson, lögmaður og fjárfestir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK