Segir húsnæðisverð geta lækkað um þriðjung

Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, er sagður hafa fundað með ráðherrum …
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, er sagður hafa fundað með ráðherrum í gær um afleiðingar þess að Bretar yfirgefi ESB án samkomulags. AFP

Seðlabankastjóri Bretlands hefur varað bresk stjórnvöld við því að náist ekkert samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinuá kunni húsnæðisverð að hrynja og efnahagskerfi landsins að verða fyrir verulegu áfalli.

Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, fundaði með ráðherrum í gær til að ræða áhættuna sem geti fylgt róstusamri útgöngu úr ESB. Sagði Carney að ef allt færi á versta veg gæti húsnæðisferð fallið um allt að 35% yfir þriggja ára tímabil, að því er BBC hefur eftir heimildamanni.

Er þetta í samræmi við fyrri viðvarnar bankans um málið, en Englandsbanki framkvæmir reglulega álagspróf til að kanna hvort bankakerfið geti staðist efnahagsskell. Slík prófun var síðast gerð í nóvember í fyrra, en þá var húsnæðisverð talið geta lækkað um allt að 33% samkvæmt verstu sviðsmynd.

BBC hefur þá eftir fleiri heimildamönnum að bankastjórinn hafi sagt ráðherrum að vextir á húsnæðislánum kunni að rjúka upp, pundið kunni að lækka og verðbólga að hækka og fjöldi fasteignaeigenda sitji þá mögulega uppi með eignir sem séu veðsettar umfram verðgildi.

Carney, sem nýlega féllst á að vera áfram seðlabankastjóri til 2020, hefur í gegnum tíðina sætt harðri gagnrýni frá stuðningsmönnum Brexit sem hafa sakað hann um að vilja Bretland áfram í Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK