Hafa tvisvar kyrrsett flugvélar

Sérstök heimild Isavia til kyrrsetningar loftfara á grundvelli loftferðalaga hefur tvisvar sinnum verið nýtt hér á landi, síðast þegar flugvél flugfélagsins Air Berlin af gerðinni Airbus A320 var meinað að taka á loft af Keflavíkurflugvelli í október á síðasta ári og snjóplógum lagt framan og aftan við hana. Flugvélinni var flogið af land þegar Air Berlin hafði greitt upp skuldina við Isavia.

Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Wow air skuldaði Isavia um tvo milljarða króna í lendingargjöld og að helmingur skuldarinnar væri þegar gjaldfallinn. Fram kom að WOW air hefði ekki greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor.

Isavia veitir ekki upplýsingar um viðskiptakröfur félagsins umfram það sem birt er í árshluta- og ársreikningum þess. Í svari við fyrirspurn mbl.is kemur fram að Isavia taki almennt ekki tryggingar fyrir ógreiddum notendagjöldum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

„Isavia hefur þó öll þau almennu innheimtuúrræði sem fyrirtækjum standa til boða og því til viðbótar hefur Isavia heimild, á grundvelli loftferðalaga, til að stöðva loftfar til tryggingar á greiðslum vegna ógreiddra notendagjalda. Ákvarðanir um að nota þau innheimtuúrræði sem eru til staðar eru teknar með heildarhagsmuni Isavia að leiðarljósi hverju sinni,“ segir í svarinu.

Hlutfall tapaðra krafna lágt 

Samkvæmt ársreikningum Isavia frá undanförnum árum hefur hlutfall tapaðra viðskiptakrafna verið mjög lágt í samanburði við veltu fyrirtækisins, innan við 10 milljónir króna að meðaltali á ári frá árinu 2010.

Í nýbirtum árshlutareikningi Isavia hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum og miðaðist kröfufjárhæðin við stöðu viðskipta hjá fyrirtækinu fyrir tíu vikum, eða 30. júní sl. Ekki liggur ljóst fyrir með hvaða hætti Isavia hyggst innheimta skuld Wow air.

WOW air sendi frá sér til­kynn­ingu um miðjan dag í gær þar sem greint var frá því að skulda­bréfa­út­gáfa að virði 50 millj­óna evra yrði frá­geng­in á þriðju­dag­inn næsta. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hvort fjár­mun­ir sem aflað verður með út­gáf­unni verði nýtt­ir til þess að gera upp fyrr­nefnda skuld við Isa­via.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK