Matvælastofnun óskar eftir yfirmati

Tjón Kræsinga vegna „nautabökumálsins“ var metið 200 milljónir.
Tjón Kræsinga vegna „nautabökumálsins“ var metið 200 milljónir.

Tjón fyrirtækisins Kræsinga vegna „nautabökumálsins“ er metið á um 200 milljónir króna. Matvælastofnun neitar stöðugt að greiða framleiðandanum skaðabætur þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fengið skaðabótaskyldu stofnunarinnar viðurkennda fyrir dómstólum og þrátt fyrir mat dómkvaddra matsmanna á tjóninu.

Uppfært kl. 10:18.

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, segir að Matvælastofnun hafi ekki neitað að greiða skaðabætur. Málið snúist um fjárhæð og mat á tjóni. Matvælastofnun hafi nú nýtt sér rétt sinn til að óska eftir yfirmati. Er þessu hér með komið á framfæri. Þá hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt í samræmi við nýjar upplýsingar, en hún var upphaflega „Matvælastofnun neitar að greiða skaðabætur“.

Málið má rekja til þess að í febrúar 2013 lét Matvælastofnun (Mast) rannsaka nokkrar vörur frá mismunandi framleiðendum með það fyrir augum að athuga hvort hrossakjöti hefði verið blandað í kjötið. Það var gert í kjölfar umræðu í Evrópu um sölu á kjöti sem hrossakjöti hafði verið blandað saman við.

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að innihald í tveimur afurðum frá Gæðakokkum í Borgarnesi var ekki í samræmi við innihaldslýsingu. Birti stofnunin tilkynningu um niðurstöðurnar á heimasíðu sinni 27. febrúar 2013 þar sem áhersla var lögð á að ekkert kjöt hefði verið í „Nautaböku“ frá Gæðakokkum. Fyrirtækið heitir nú Kræsingar. Það var sýknað í máli sem leiddi af kæru heilbrigðiseftirlits og vann síðan mál á hendur Mast til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem fyrirtækið varð fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK