Björgólfur vill í stjórn N1

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, vill í stjórn N1.
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, vill í stjórn N1. mbl.is/Árni Sæberg

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, býður sig fram í stjórn N1 á komandi hluthafafundi sem haldinn verður þriðjudaginn 25. september. Framboðsfrestur til stjórnar er útrunninn og hafa borist sex framboð.

Auk Björgólfs bjóða sig fram Guðjón Karl Reynisson, Helga Hlín Hákonardóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson.

Í tilkynningu kemur fram að hlutfalls hvors kyns í stjórn félagsins skuli vera að lágmarki 40% og að framboð séu ekki í andstöðu við sátt N1 við Samkeppniseftirlitið samkvæmt þeim upplýsingum sem fylgja framboðunum.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir