Flugfreyjum og -þjónum settir afarkostir

Flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair þurfa að ráða sig í …
Flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair þurfa að ráða sig í fullt starf hjá fyrirtækinu frá og með næstu áramótum, annars missa þau vinnuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Frá þessu er greint á Vísi.

Haft er eftir Berglindi Hafsteinsdóttur, formanni Flugfreyjufélags Íslands, að hvort tveggja sé gróft brot á kjarasamningum og mikið áfall fyrir félagsfólk. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir ákvörðunina tengjast launakostnaði og að um hagræðingu sé að ræða.  

118 starfsmenn félagsins þurfa að gera upp hug sinn fyrir áramót, gangi ákvörðunin eftir. Breytingin nær ekki til starfsmanna 55 ára og eldri eða til starfsmanna með 30 ára starfsaldur eða lengri.

Flugfreyjufélagið hyggst funda með félagsmönnum á næstu dögum og er undirbúningur aðgerða vegna ákvörðunar Icelandair þegar hafinn, að sögn Berglindar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK