Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

Fréttablaðið, sem er í eigu Torgs ehf., mun á næstu ...
Fréttablaðið, sem er í eigu Torgs ehf., mun á næstu vikum flytja skrifstofur sínar í húsnæði við Hafnartorg. mbl.is/Kristinn Magnússon

365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Ingibjörg Pálmadóttir á félög sem eiga um 90% hlut í 365 miðlum. Fjarskipti, sem heitir nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra, að undanskildum eignum sem tengjast útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. 

365 á tæplega 11% hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi 365 þurfa að selja hlut sinn í Torgi eða Sýn. 

Í tilkynningu kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu.

Torg undirbýr nú flutninga í nýjar höfuðstöðvar við Höfðatorg í miðborg Reykjavíkur. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir