„Værum ekki á byrjunarreit“

Utanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með þróun viðræðna Bretlands og Evrópusambandsins …
Utanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með þróun viðræðna Bretlands og Evrópusambandsins vegna Brexit. AFP

Utanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með þróun viðræðna Bretlands og Evrópusambandsins vegna Brexit. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf, og þá sér í lagi fyrir sjávarútveginn, en árið 2015 keyptu Bretar íslenskar sjávarafurðir fyrir 48 milljarða króna eða sem nemur 18,3% af öllu útflutningsverðmæti sjávarafurða það árið.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir því miður ekki hægt að útiloka að ekki takist að semja um Brexit og eru bresk stjórnvöld og atvinnulíf farin að búa sig undir það versta. „Við höfum frá upphafi reynt að sjá fyrir alla þá möguleika sem gætu komið upp, og haft það að leiðarljósi að tryggja góð samskipti og góð viðskipti á milli þjóðanna til frambúðar,“ segir Guðlaugur. „Við göngum út frá því að samningar náist á milli Bretlands og ESB, en baktryggjum okkur líka ef svo fer ekki.“

Værum vel undirbúin

Íslensk og bresk stjórnvöld hafa átt í reglulegum viðræðum um hvernig best mætti haga viðskiptum á milli þjóðanna en Guðlaugur bendir að það flæki alla samningagerð að Bretland hefur ekki samningsumboð fyrr en landið er formlega gengið úr ESB. Segir Guðlaugur að ef Brexit endar án samnings megi vænta þess að það taki vissan tíma fyrir Bretland að ljúka við tvíhliða samninga við Ísland.

„Æskilegt væri ef Bretarnir væru komnir með umboð áður en Brexit-dagurinn rennur upp, til að gefa þeim betra svigrúm til aðlögunar, en hvernig sem fer þá munum við njóta góðs af því að hafa unnið skipulega að þessum málum í langan tíma. Við værum því ekki að byrja alveg á byrjunarreit ef enginn annar valkostur verður í stöðunni en tvíhliða samningur.“

Fréttina má lesa í heild í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK