Lítil lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði að mati SI

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/mbl.is

Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Þrátt fyrir boðaða lækkun tryggingagjaldsins um 0,25% er reiknað er með því að tryggingagjaldið skili rúmlega 100,8 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem er meira en á þessu ári.

„Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækjum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Hátt tryggingagjald veikir því samkeppnishæfni þessara fyrirtækja mest. Bætt samkeppnishæfni Íslands er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum og er boðuð lækkun tryggingagjaldsins framlag til þess,“ segir í tilkynningunni.

Samtök iðnaðarins benda á að samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hafi versnað á undanförnum árum vegna innlendra kostnaðarhækkana mælt í erlendri mynt. Sú þróun sé nú sýnileg í minni verðmætasköpun útflutningsgreina og þeirra fyrirtækja á innlendum markaði sem keppa við erlend fyrirtæki.

Fyrir efnahagshrunið árið 2008 var tryggingagjaldið 5,34% en var hækkað í 8,65% í kjölfar þess. Hækkunin var hugsuð sem tímabundin aðgerð til að standa straum af skyndilegu atvinnuleysi. Samtök iðnaðarins telja að þau rök sem notuð voru til að hækka gjaldið á þeim tíma eigi ekki lengur við.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir