Veritas Capital kaupir Stoð stoðtækjasmíði

Hjá Stoð starfa um 35 manns.
Hjá Stoð starfa um 35 manns.

Veritas Capital ehf. hefur keypt allt hlutafé í Stoð hf., stoðtækjasmíði. Stoð er þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, á Íslandi og í Danmörku, sem stofnað var árið 1982.

Félagið sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir fatlaða, aldraða, íþróttamenn og aðra og leggur metnað í sérhönnun og framleiðslu á vörum sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði viðskiptavina, að því er segir í tilkynningu.

Stoð framleiðir hvers konar spelkur og gervilimi, sérsmíðar skó og innlegg, útvegar tilbúna bæklunarskó og selur hjálpartæki og smærri stoðvörur. Hjá Stoð starfa um 35 manns og framkvæmdastjóri félagsins er Elías Gunnarsson sem mun áfram stýra félaginu í kjölfar viðskiptanna.

Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Vistor hf., Distica hf., Artasan ehf. og MEDOR ehf. Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Distica sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, neytendavörum og vörum fyrir heilbrigðisþjónustu, rannsóknarstofur og smásölu. Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, lausasölulyfjum og samheitalyfjum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækningartækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK