Pétur nýr forstöðumaður lánastýringar

Pétur Aðalsteinsson er nýr forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslandsbanka.
Pétur Aðalsteinsson er nýr forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Pétur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslandsbanka.

Pétur hefur stafað sem lánastjóri í útibúi bankans á Selfossi síðustu fimm ár en áður starfaði hann meðal annars sem sérfræðingur í lánaeftirliti og á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Byrs og forstöðumaður eignastýringar VBS fjárfestingabanka.

Pétur er með B.A.-próf í hagfræði, próf í verðbréfaviðskiptum og B.S.-próf í landafræði frá Háskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Birgi Runólfssyni sem lætur af störfum hjá bankanum og flytur til Úkraínu þar sem hann tekur við ráðgjafastarfi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK