Primera Air efst á svörtum lista

Sænsku neytendasamtökunum Råd & Rön bárust flestar kvartanir vegna Primera …
Sænsku neytendasamtökunum Råd & Rön bárust flestar kvartanir vegna Primera Air á síðasta ári.

Flugfélagið Primera Air er efst á svörtum lista sænska ferðatímaritsins Vagabond og neytendasamtakanna Råd & Rön yfir flugfélög sem reyna að koma í veg fyrir eða seinka að bæta fyrir skaða sem farþegar þeirra verða fyrir, til dæmis í tengslum við seinkanir flugferða.

Listinn er gefinn út árlega og tekur Primera við efsta sætinu af Wizz Air, sem hefur vermt það síðustu tvö ár. 21 flugfélag til viðbótar er á listanum, þar á meðal Turkish Airline, Lufthanda, Ryan Air og Air China.

Per J. Andersen, ritstjóri Vagabond, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að kvartanir vegna seinkana fluga séu mest áberandi. Aukinn fjölda kvartana segir hann að megi rekja til aukins fjölda flugfarþega á heimsvísu en ekki síst í Evrópu. Þá fjölgar flugfélögum sem herðir á samkeppni sem leiðir til þess að fleiri flugfélög eigi í fjárhagserfiðleikum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK