New Yorker opnar í Kringlunni

Fyrirtækið New Yorker er á leiðinni í Kringluna.
Fyrirtækið New Yorker er á leiðinni í Kringluna. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega tískuvörukeðjan New Yorker opnar í nóvember nýja verslun í Kringlunni. Hún verður á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem verslunin Zara var áður til húsa.

Fram kemur í tilkynningu að New Yorker hafi um langt árabil verið leiðandi í tísku ungs fólks og fyrirtækið vaxið ár frá ári. Þar starfa nú yfir 18.000 manns í yfir 40 þjóðlöndum. Höfuðstöðvar þess eru í Braunschweig í Þýskalandi en verslanir eru nú yfir 1.000 talsins.

Helstu vörumerki New Yorker eru Amisu, FB Sister og Censored sem margir Íslendingar þekkja vel af ferðum sínum til Evrópu undanfarin ár. Athletics, Smog og FSBN eiga einnig sinn sess í versluninni í Kringlunni.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í tilkynningunni að mjög ánægjulegt sé að erlend vörumerki kjósi að opna verslanir sínar í Kringlunni og með tilkomu New Yorker aukist enn úrval erlendra verslunarkeðja í húsinu sem styrki vöruframboðið viðskiptavinum Kringlunnar til handa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK