Musk kærður fyrir svik

Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla.
Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla. AFP

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur kært Elon Musk, stofnanda og forstjóra Tesla, fyrir svik þegar hann til­kynnti mjög óvænt í síðasta mánuði að hann hefði ákveðið að taka fyr­ir­tækið af markaði, sem hann hætti svo við.

Um­mæl­in um­deildu birt­ust í færslu sem Musk birti á Twitter 7. ág­úst. Það kom mörg­um mjög á óvart þegar Musk birti færsluna þar sem hann hefði „tryggt fjár­mögn­un“ af­skrán­ing­ar fyr­ir 420 dali á hlut. Það leiddi til þess að hluta­bréfa­verð hækkaði. Skort­sal­ar veðja á að hluta­bréfa­verð lækki og var til­kynn­ing­in því tals­vert högg fyr­ir þá. 

Venj­an er sú að áður en slík ákvörðun, að taka svo stórt fyr­ir­tæki af markaði, yrði tek­in, er málið út­skýrt ít­ar­lega fyr­ir eft­ir­litsaðilum.

Lagt er til að Musk verði gert að greiða bætur og að honum verði meinað að vera í forsvari fyrir fyrirtæki á markaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK