Geta átt kröfu á hendur Primera Air

Þeir farþegum sem keyptu pakkaferð með Primera Air af evrópskum …
Þeir farþegum sem keyptu pakkaferð með Primera Air af evrópskum ferðaskrifstofum, einnig íslenskum, eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um slíkar ferðir.

Primera Air starfar á grundvelli flugrekstrarleyfa útgefinna af lettneskum og dönskum stjórnvöldum og því á flugfélagið í viðræðum við flugmálayfirvöld í þessum löndum varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega.

Þetta kemur fram í frétt á vef Samgöngustofu sem bendir farþegum á þau réttindi sem gildi vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga.

Er farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.

Þeir farþegar, sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskrifstofum, einnig íslenskum, sem seldu flugmiðann sem hluta af pakkaferð eða alferð, þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum, eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um slíkar ferðir. Er þeim bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Þá geti farþegar einnig átt kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.

Samgöngustofa bendir líka á að stjórnendur Primera Air eigi í viðræðum við flugmálayfirvöld í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega og þær ráðstafanir muni að líkindum skýrast fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK