Ágreiningur milli SI og Landsbankans hf.

Hér eiga nýjar höfuðstöðvar Landsbankans að rísa. Byggingin verður 14.500 …
Hér eiga nýjar höfuðstöðvar Landsbankans að rísa. Byggingin verður 14.500 fermetrar ofanjarðar. mbl.is/​Hari

Samtök iðnaðarins (SI) rituðu í tvígang Landsbankanum bréf í júní í sumar þar sem gerðar voru athugasemdir og kvartað var yfir því að Landsbankinn hefði ekki tilgreint niðurstöðu útboðs á verkfræðihönnun nýbyggingar Landsbankans á Austurbakka 6, reit 6.

Í fyrra bréfi Samtaka iðnaðarins segir að opna beri samtímis öll tilboð sem gerð séu á grundvelli sama útboðs og sé bjóðendum eða fulltrúum þeirra heimilt að vera viðstaddir opnun tilboða. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að ljóst sé að þessa hafi ekki verið gætt við opnun tilboða í umræddu útboði Landsbankans.

„Í því útboði sem um ræðir var hvorki upplýst um nöfn né heildarupphæð þeirra tilboða sem bárust né heldur var tilgreint hver kostnaðaráætlun verksins væri. Er umrædd upplýsingagjöf bæði lögákveðin en ekki síður liður í góðum útboðsháttum bjóðenda. SI telja mikilvægt að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar gæti að lögum og góðum útboðsvenjum við framkvæmd útboða sinna. Beina SI því til Landsbankans að virða umrætt ákvæði og upplýsa bjóðendur um nöfn og heildarupphæð þeirra tilboða sem bárust auk kostnaðaráætlunar, liggi hún fyrir,“ segir orðrétt í bréfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK