Primera Air skilur eftir sig skuldaslóð

Ferðir Primera Air til og frá Keflavíkurflugvelli voru ein til …
Ferðir Primera Air til og frá Keflavíkurflugvelli voru ein til tvær á dag síðasta sumar.

Flugfélagið Primera Air var umsvifalítið í millilandaflugi á Íslandi en engu að síður nema ógreidd lendinga- og farþegagjöld flugfélagsins háum upphæðum. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum Túrista.

Ferðir Primera Air til og frá Keflavíkurflugvelli voru ein til tvær á dag síðasta sumar. Í ágúst lentu Boeing-þotur félagsins 45 sinnum á Keflavíkurflugvelli og í septembermánuði voru lendingarnar 33 talsins samkvæmt daglegum talningum Túrista á flugumferð.

Að minnsta kosti 50 milljónir í ógreidda reikninga

Ekki hafa fengist upplýsingar hjá Isavia um hver skuld Primera Air er við Keflavíkurflugvöll en samkvæmt útreikningum Túrista nema vanskilin að minnsta kosti 50 milljónum króna ef reikningar fyrir september og ágúst eru ógreiddir.

Í tölum Túrista kemur meðal annars fram að lendingagjöld Primera Air fyrir september námu um fjórum milljónum og farþegagjöldin hafa verið um 17 milljónir, ef reiknað er með eðlilegri sætanýtingu yfir sumarmánuðina. Samtals rúm 21 milljón. Reikningur fyrir septembermánuð var líklega gefinn út daginn eftir að Primera Air fór í gjaldþrot og metur vefmiðillinn að reikningurinn sé næsta víst ógreiddur.

Greiðslufrestur hjá Isavia er að jafnaði tveir mánuðir og því má telja líklegt að reikningur fyrir ágúst sé einnig ógreiddur. Þann mánuð voru umsvif Primera Air meiri en í september og nemur sú skuld um 30 milljónum króna miðað við sömu forsendur og eru gefnar fyrir september.

Leiðrétt kl. 14:37

Í upphaflegri útgáfu fréttar á vef Túrista, sem mbl.is vísar í, var því haldið fram að farþegagjöldin væru opinber gjöld. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta eru, líkt og lendingagjöldin, tekjur flugvallarins, þ.e. Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK