Fær lán frá Norræna fjárfestingabankanum

Landsbankinn og Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hafa undirritað lánasamning þar sem Landsbankinn fær lánveitingu að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala til sjö ára sem ætluð er til fjármögnunar á litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi og verkefnum tengdum umhverfismálum. Um er að ræða þriðja lánasamninginn sem NIB gerir við Landsbankann en eldri samningar eru frá árunum 2015 og 2017.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Henrik Normann, forstjóra Norræna fjárfestingabankans, að í samstarfi við Landsbankann geti bankinn náð til fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi með langtímafjármögnun í Bandaríkjadölum.

Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að með samstarfinu náist í senn bætt lánskjör og betri stuðningur við sjálfbæran og stöðugan vöxt íslenskra fyrirtækja.

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar bæði til verkefna í opinbera og einkageiranum jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Lánshæfismatseinkunn NIB er AAA/Aaa frá S&P Global og Moody‘s.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK