Orkudrykkirnir flæða yfir landið

Orkudrykkir njóta vinsælda.
Orkudrykkir njóta vinsælda.

Orkudrykkir njóta gríðarmikilla vinsælda hér á landi, ekki síst á meðal yngra fólks og þeirra sem stunda íþróttir og æfingar af einhverju tagi.

Í fyrra seldust tæplega 5,2 milljónir 330 ml dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Það samsvarar 1,7 milljónum lítra eða um fimm lítrum á hvern landsmann. Heildarveltan á orkudrykkjamarkaðnum var samkvæmt því vel á annan milljarð króna árið 2017.

Kunnugir telja að á þessar tölur vanti a.m.k. 20% til að endurspegla heildarsölu orkudrykkja í raun. Sagt er að salan hafi aukist talsvert á þessu ári miðað við síðasta ár og markaðurinn sé orðinn mun stærri en hann var.

Nú hefur íslenski orkudrykkurinn GOGO bæst við. Fyrirtækið Good Good ehf. stendur á bak við drykkinn og er uppskriftin íslensk en framleiðslan fer fram í Austurríki. Garðar Stefánsson, einn fjögurra starfsmanna Good Good, segir GOGO nokkurs konar ábatadrykk en í honum eru ýmis vítamín og steinefni. Fyrirtækið notar stevíu í stað sykurs til að gera drykkinn bragðgóðan.

„Orkudrykkir eru komnir til að vera. Sérstaklega þar sem ungt fólk í dag drekkur minna af kaffi og þarf á þeim að halda inni á milli,“ segir Garðar í umfjöllun um orkudrykkjadrykkju landans  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK