Miklu meiri skuldir en eignir

Háar skuldir, margir lánardrottnar og lítið fé í peningakassanum. Þetta er staðan hjá Primera Air, segir einn af skiptastjórum þrotabús flugfélagsins, Morten Hans Jakobsen, í viðtali við fyens.dk.

RÚV greindi frá þessu á vef sínum í gærkvöldi.

Frá því óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Primera Air á mánudaginn fyrir rúmri viku hafa þrír skiptastjórar unnið að því að fara yfir eignir og skuldir þrotabúsins. Þrátt fyrir að þeirri vinnu sé langt frá því lokið segja skiptastjórarnir ljóst að óvenjulega lítið handbært fé sé í félaginu.

Morten Hans Jakobsen er einn eigenda lögmannsstofunnar Gorrissen Federspiel. Hann, ásamt Finn Lynge Jepsen, lögmanni hjá Elman, og Henrik Sjørslev hjá DLP Piper, er skiptastjóri þrotabús Primera Air. Jakobsen segir handbært fé hjá Primera Air mun minna en hann hafi áður séð hjá flugfélögum. Hversu mikið getur hann ekki sagt til um né heldur hvers vegna þetta er rannsakað sérstaklega. 

Lánardrottnar geta nú gert kröfur í þrotabúið og er því ekki ljóst hversu margir þeir eru en ljóst er að skuldirnar eru langt umfram eignir. 

Að sögn forstjóra Bravo Tours, Peder Hornshøj, sem einnig situr í stjórn Primera Air, hefur farið mikið fé í að leigja flugvélar vegna þess að félagið fékk ekki nýja Airbus-þotu á réttum tíma. Það hafi kostað nánast allt handbært fé því leigan hafi verið mjög há. 

Fréttin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK