„Nú get ég glatt[...] þú ert lánveitandinn“

Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson á aðalfundi …
Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson á aðalfundi FL Group 2008. mbl.is/Golli

Meðal tölvupósta sem Morgunblaðið hefur undir höndum í tengslum við Aurum Holding- og Stím-málin eru samskipti Guðnýjar Sigurðardóttur, fyrrverandi lánastjóra Glitnis, og Pálma Haraldssonar, kenndan við Fons hf., frá 15. nóvember 2007.

Póstarnir þeirra á milli bera titilinn „Project Stím“ en þar sendir Guðný samantekt yfir Project Stím og „heildarstrúktúr vegna kaupa á 4.3% láns í GLB [Glitni] og 4.1% láns í FL.“

Lántaki er Stím ehf. (áður FS37 ehf) og er um að ræða senior Mezzanine lán upp á 1,5 milljarða, junior Mezzanine lán upp á 1 milljarð og tveggja ára kúlulán. Þá er 7% vaxtaálag sem greiðist í lok lánstímans. Í pósti Guðnýjar kemur einnig fram að á þessu er 2% „upfront fee“.

Pálmi er upphaflega ósáttur við tímalengdina á láninu og nefnir að formlega þurfi að taka málið fyrir innan Fons. Stuttu seinna sendir hann síðan Guðnýju póst þar sem hann er afar ósáttur við fyrirframgreiddu 2% í „upfront fee“ og skrifar: „[...] ég get ekki skilið af hverju bankinn þarf 2% upfront. Ég er bara lítill fjárfestir á Suðurgötu. Þið getið gert betur!!!“

Guðný svarar Pálma 2 mínútum seinna og segir: „Nú get ég glatt thig, thu faerd 2% upfront thar sem thu ert lanveitandinn.“

Það líða rúmar 20 mínútur þangað til Pálmi svarar Guðnýju með að hann hafi áttað sig á þessu um leið og hann „ýtti á takkann“. Lán Glitnis fór þannig í gegnum félagið FS38 ehf. og er þaðan lánað áfram til Stím ehf. (áður FS37 ehf.). Pálmi fær þannig 2% í fyrirframgreiðslu vegna lántökunnar greidd til sín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK