Síld og fiskur reisir bú við Þorlákshöfn

Lyktarmengandi iðnaður verður fluttur vestur fyrir byggðina í Þorlákshöfn. Þar …
Lyktarmengandi iðnaður verður fluttur vestur fyrir byggðina í Þorlákshöfn. Þar verður svínabúið. mbl.is/Árni Sæberg

Síld og fiskur hefur sótt um lóðir á söndunum vestan við Þorlákshöfn til að byggja svínabú. Fyrirtækið áformar að koma þar upp aðstöðu fyrir gyltur og smágrísi sem síðan verða aldir áfram í öðrum svínabúum fyrirtækisins.

Unnið er að nauðsynlegum breytingum á skipulagi svæðisins. Áburðarefnin úr skítnum verða notuð til uppgræðslu og skógræktar á söndunum.

Síld og fiskur sótti um lóðirnar Víkursand nr. 7 og 9 og til viðbótar 15 hektara land norður af þeim. Hugmyndin er að eiga möguleika á starfsmannahúsi á lóðunum. Uppfæra þarf deiliskipulag fyrir svæðið og breyta aðalskipulagi vegna viðbótarlandsins.

Síld og fiskur hafði fyrst samband við fyrri sveitarstjórn og fékk jákvæðar viðtökur að sögn Sveins Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og nú einnig hjá nýrri sveitarstjórn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK