Falin verðmæti í hreinum gögnum

Mikið er um að gögn séu vannýtt hjá fyrirtækjum og …
Mikið er um að gögn séu vannýtt hjá fyrirtækjum og stofnunum. Getty Images/Stockphoto.

Kári S. Friðriksson, aðalgreinandi hjá íslenska ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon, segir að mikið sé um að gögn séu vannýtt, bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum, og í því felist mörg glötuð tækifæri. Í grein þess efnis á vef Intellecon segir Kári að hægt sé að bæta ákvarðanir verulega með því að nýta gögn með kerfisbundnari hætti og oft þurfi ekki flóknar aðgerðir til þess. Kári leggur áherslu á að einföld og stöðluð framsetning gagna, t.d. í Excel, geti fleytt fólki langt. Nefnir hann í því sambandi nokkur skilyrði; að í hverjum dálki sé aðeins ein breyta sem mælir ákveðinn eiginleika, að hver röð innihaldi aðeins eina athugun og þannig tilheyri hver reitur töflunnar aðeins einni breytu og einni athugun.

Munurinn á notkunarmöguleikum hreinna gagna og gagna í óreiðu er gríðarlega mikill að sögn Kára. „Ef fólk er með hrein gögn er hægt að kenna flestum á korteri að gera það sem fólk hefur áhuga á,“ segir Kári. „Munurinn getur verið gríðarlegur ef það á eitthvað að vinna áfram með gögnin. Í stað þess að það taki fleiri klukkustundir eða daga að gera greiningar þegar excelskjöl eru í óreiðu er stundum hægt að framkvæma þær á nokkrum mínútum ef skjölin byggjast á hreinni framsetningu,“ segir Kári.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK