Trump segir nefndina gengna af göflunum

AFP

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæp 4% í dag í kjölfar ummæla forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem segir að peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna sé gengin af göflunum. Vísar Trump þar til áætlana um að hækka stýrivexti bankans.

Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina sagði Trump að hann viti ekki hvert sé vandamál nefndarinnar en ákvörðun um að hækka vexti sé glórulaus og hann sé mjög ósáttur við það. 

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í verði í gærkvöldi vegna áhyggna fjárfesta af hækkun stýrivaxta og tollastríðs Bandaríkjanna við önnur ríki. Talið er að verðbréfamiðlarar vilji forðast að taka áhættu á mörkuðum eftir um 3% lækkun á Wall Street í gær og hækkun jensins í morgun. 

Í Sjanghaí lækkaði hlutabréfavísitalan um 5% og í Evrópu lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur um 1,5% við opnun markaða klukkan 7 að íslenskum tíma.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir