Vilja ýta óþekktum markaði í rétta átt

Ásgeir Orri Ásgeirsson er einn þriggja meðlima í Stop Wait ...
Ásgeir Orri Ásgeirsson er einn þriggja meðlima í Stop Wait Go. Ljósmynd/Stefán John Turner.

„Við lítum kannski ekki á okkur sem týpíska tónlistarmenn. Þó að við séum auðvitað tónlistarmenn hefur þetta alltaf snúist um að reka fyrirtæki. Þetta er framleiðslufyrirtæki sem selur vöru. Allt sem við gerum er sniðið að þörfum þeirra sem vinna með okkur og frá því að við byrjuðum höfum við meira og minna fylgt leiðbeiningum eða sýn þeirra sem leita til okkar,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þriggja meðlima í tónlistarútgáfuteyminu Stop Wait Go.

Með Ásgeiri í teyminu eru Pálmi Ragnar bróðir hans og Sæþór Kristjánsson. Þeir voru að vissu leyti brautryðjendur í íslensku tónlistarlífi og með þeim fyrstu til að opna Íslendingum dyrnar að nútímapopptónlist eins og heyrist í Bandaríkjunum. Núorðið ættu margir Íslendingar að þekkja afurðir Stop Wait Go. Frá árinu 2010 hafa þeir samið og framleitt mörg af vinsælustu lögum landsins fyrir listamenn á borð við Friðrik Dór, Steinda jr., Pál Óskar og fleiri. Þeir hafa einnig komið að fjölmörgum öðrum verkefnum, gert vel lukkaða auglýsingaherferð fyrir Inspired by Iceland, og auglýsingar fyrir Gló og Hagkaup svo eitthvað sé upptalið.

Fjölbreyttir tekjumöguleikar

Blaðamaður settist niður með Ásgeiri í stúdíói útgáfuteymisins. Nýgenginn út var rapparinn Herra Hnetusmjör og það virðist nóg um að vera hjá þríeykinu. Útgáfufyrirtækið stofnuðu þeir nýskriðnir úr menntaskóla, 2010-11, og þremur til fjórum árum síðar var tónlistarsköpun orðin full atvinna. En útgáfubransinn á Íslandi er nokkuð skammt á veg kominn og því þurfa Stop Wait Go-menn að bregða sér í margra kvikinda líki.

„Tekjumöguleikarnir liggja í rauninni í mörgum og fjölbreyttum verkefnum, sem er mjög gaman. Við erum að taka upp, við semjum lög og útsetjum. Mixum, masterum og allt þar á milli. Það er náttúrlega alltaf einhver peningur í því að reka stúdíó en við erum að reyna að ýta tiltölulega óþekktum markaði í rétta átt,“ segir Ásgeir spurður um tekjumöguleikana í þessum bransa. „Við viljum berjast fyrir þeim sem eru á bak við tjöldin eins og við, því það vill oft verða þannig að pródúsentinn fær ekki eins mikið og hann á skilið, hvorki hvað varðar peninga né viðurkenningu,“ segir Ásgeir.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir