Vöruþróun í víðari skilningi

Hönnunarhugsun er blanda af sálfræði, verkfræði og hönnum, segir Kotelly.
Hönnunarhugsun er blanda af sálfræði, verkfræði og hönnum, segir Kotelly.

„Hönnunarhugsun (e. Design-Thinking) snýst um að tileinka sér skipulagða aðferðafræði til að leysa krefjandi verkefni, hvort sem það er að búa til nýja vöru eða þróa lausn á erfiðu vandamáli. Hönnunarhugsun er blanda af sálfræði, verkfræði og hönnun,“ segir Blake Kotelly í samtali við Morgunblaðið.

Kotelly kennir námskeið í hönnunarhugsun og nýsköpun við hinn virta MIT háskóla í Bandaríkjunum og heldur reglulega fyrirlestra í bæði Harvard-háskóla og Stanford-háskóla.

Í nóvember kemur Kotelly til Íslands og verður með námskeið í Opna háskólanum í HR. Þar ætlar hann að kynna hönnunarhugsun fyrir áhugasömum Íslendingum og kenna hvernig á að beita henni við lausn erfiðra verkefna.

„Apple og IKEA eru fyrirtæki sem hafa tileinkað sér aðferðafræðina mjög vel. Við framleiðslu vöru hugsa þau fyrirtæki ekki einungis um það hvernig varan virkar eftir að hún kemst i hendur neytenda heldur hugsa þau um notendaupplifun í víðari skilningi. Í hönnunarferlinu hjá IKEA er hugsað um hvernig neytandi nálgast vöruna, notar hana og jafnvel endurvinnur hana,“ bætir Kotelly við.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir