Keppa við Harvard á HM

Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn.
Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn.

Unnur Stefánsdóttir, lögfræðinemi og einn stofnenda Go ARGuide, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þátttakan í keppninni komi í kjölfar sigurs í frumkvöðlakeppni í Háskólanum í Reykjavík, sem kennd er við fyrrverandi rektor skólans, Guðfinnu Bjarnadóttur.

„Við unnum hugmyndina út frá því að hana væri auðvelt að skala upp og hún gæti gengið um allan heim. Aðstandendum keppninnar hér heima fannst sem hugmyndin ætti möguleika í alþjóðlegu keppninni,“ segir Unnur.

Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn og gengur út á leiðsögn á ferðamannastöðum.

Unnur segir að margir kannist við Pokemon Go-tölvuleikinn þar sem Pokemon-teiknimyndafígúrur geta birst upp úr þurru hvar og hvenær sem er og birst í símanum.

„Þetta er svipuð hugmynd. Ef þú ert til dæmis staddur við Hallgrímskirkju og kveikir á forritinu, þá kemur „lifandi“ leiðsögumaður sem fræðir þig um kirkjuna,“ segir Unnur en með lifandi er átt við hreyfimynd af raunverulegri manneskju.

Sjá fréttina í heild sinn í ViðskiptaMogganum í gær.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir