Verðbólguhorfur næstu mánaða hafa versnað umtalsvert

Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%.
Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%. Bankinn segir að verðbólguhorfur næstu mánaða hafi versnað umtalsvert

Vísitalan hækkaði um 0,24% í september. Þetta var rétt undir væntingum, en Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki spáðu allir 0,3% hækkun. Að því er fram kemur á vef bankans.

Helstu áhrifaþættir milli mánaða nú:

  • Verðkönnun okkar á fasteignamarkaði bendir til nokkuð hressilegrar hækkunar á reiknaðri húsaleigu.
  • Kaup ökutækja hækka vegna lækkunar á gengi krónunnar.
  • Matur og drykkjarvara hækkar einnig vegna lækkunar á gengi krónunnar.
  • Hækkun heimsmarkaðsverðs á bensíni skilar sér inn í verð á bensíni og díselolíu, en fatið af Brent-hráolíu er komið yfir 80 Bandaríkjadali.

Þá segir, að verð á evru hafi hækkað um 2,1% og verð á Bandaríkjadal hefi hækkað um 3,0% milli verðkannanavikna.

„Spá okkar nú er 0,2 prósentustigum hærri en spá okkar frá í september. Breytingin skýrist annars vegar af því að við hækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu út frá gögnum í verðsjá fasteigna og að gengið hefur veikst nokkuð síðan í september.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK