Sears óskar eftir greiðslustöðvun

Sears-verslun.
Sears-verslun. Wikipedia/Dough4872

Bandaríska verslunarkeðjan Sears, sem eitt sinn var stórveldi, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Saga Sears nær aftur til ársins 1886. Fyrirtækið var frumkvöðull á sviði vöruhúsaverslunarreksturs og rak verslanir víða í Norður-Ameríku. En undanfarin ár hefur hundruðum verslana verið lokað á sama tíma og verslunarkeðjur hafa lent undir í baráttunni við vefverslanir eins og Amazon. 

Móðurfélag Sears, Sears Holdings Corporation, sendi frá sér tilkynningu um að að fyrirtækið hafi óskað eftir greiðslustöðvun fyrir dómi í New York. Fjárhagsstaða félagsins er afar bág og getur Sears ekki greitt lán sem átti að greiða í dag. Greiðslan í dag er upp á 134 milljónir Bandaríkjadala. 

Edward S. Lampert, stjórnarformaður Sears Holdings, segir að með því að óska eftir greiðslustöðvun (chapter 11) gefist stjórnendum fyrirtækisins möguleiki á að styrkja efnahagsreikning fyrirtækisins.

Alls verður 142 verslunum Sears, sem hafa skilað tapi, lokað fyrir árslok en áður hafði verið tilkynnt um að 46 verslunum yrði lokað í nóvember. Lampert mun láta af starfi forstjóra og stjórnskipulagi Sears breytt. Hann mun hins vegar halda áfram sem stjórnarformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK