Tekist á um bótagreiðslu Wow air

Farþegarnir eiga rétt á 400 evrum á mann í bætur …
Farþegarnir eiga rétt á 400 evrum á mann í bætur samkvæmt Evrópureglugerð. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016.

Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að Wow air skuli greiða hverjum farþeganna 400 evrur en samkvæmt Evrópureglugerð eiga farþegar rétt á þeirri upphæð í bætur vegna tafa nema ef ástæður seinkunar hafi orðið af óviðráðanlegum orsökum fyrir flugfélagið.

Flugfélagið heldur því fram að vegna þess að aðskotahlutur olli skemmdum á hreyfli þá sé ekki hægt að notast við þá túlkun Evrópudómstólsins að tæknibilanir flokkist ekki undir  óviðráðanlegar aðstæður. Samgöngustofa metur það svo að ekki sé hægt að fallast á rök Wow.

Í frétt ruv.is kemur fram að Wow hafi ekki viljað una niðurstöðunni og hafi höfðað mál til að fá henni hnekkt fyrir dómi. 

Páll Bergþórsson, lögmaður farþeganna, segir að farþegarnir hafi leitað lögfræðings þegar ekkert gekk að fá bæturnar eftir úrskurð Samgöngustofu. Málið er tekið fyrir í tvennu lagi, 22 farþegar eru í annarri fyrirtökunni og 49 í hinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK