Landsbankinn tekur í notkun kortaapp

Kort, nýtt greiðsluapp Landsbankans, hefur verið tekið í notkun.
Kort, nýtt greiðsluapp Landsbankans, hefur verið tekið í notkun.

Landsbankinn hefur tekið í notkun nýtt kortaapp þar sem viðskiptavinir bankans geta greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum með símanum sínum. Appið sem heitir Kort er enn í prófun, en viðskiptavinir geta næstu vikuna tekið þátt í prófunum, en eftir það er reiknað með að prófunum ljúki og full virkni verði fyrir notendur.

Kort verður fyrst um sinn aðeins aðgengilegt fyrir farsíma með Android-stýrikerfi. Farsímum með IOS-stýrikerfi verður bætt við um leið og Apple opnar fyrir greiðslur með farsímum á Íslandi, segir í tilkynningu frá félaginu. 

Appið er þróað af VISA og hefur í notkun í Bandaríkjunum og víðar um nokkurt skeið. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður upp á þessa þjónustu og með þeim fyrstu í Evrópu.

Meðan á prófunum stendur er ekki öruggt að allir snertilausir posar taki við greiðslum með appinu og í sumum tilvikum taka þeir aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Ný uppfærsla er væntanleg á næstu dögum og verða upphæðamörk þá fjarlægð og ekkert hámark á greiðslum með símanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK