Samið um hugverkaréttindi

AFP

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samstarfssamning (MOU) á milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um samstarf og samvinnu á sviði hugverkaréttinda (einkaleyfa og vörumerkja).

Byggir samningurinn á fyrra samkomulagi milli landanna frá 2012 um sama efni og er uppfærsla á honum, samkvæmt fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins.

Fyrir hönd kínverskra stjórnvalda undirritaði samninginn Liu Junchen, vararáðherra hugverka- og neytendamála. Á fundi ráðherranna kom fram að íslensk fyrirtæki eru í auknu mæli að sækja um einkaleyfi og vernd vörumerkja í Kína og er eitt af markmiðum samstarfssamningsins að liðka fyrir því og hvetja til þess.

Að sama skapi hefur verið aukning í umsóknum kínverskra fyrirtækja hér á landi til Einkaleyfastofunnar.

„Er samstarfssamningnum ætlað að mynda ramma um samvinnu og upplýsingaflæði milli þjóðanna, tengt hugverkaréttindum. Á fundi ráðherranna var einnig rætt samstarf þjóðanna á sviði neytendaverndar og til stendur að ganga frá samstarfssamningi um þau mál síðar í vetur,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK