Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli opnaði formlega í gær.
Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli opnaði formlega í gær. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Hjá Höllu var formlega opnaður í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gær. Er staðurinn rekinn af Höllu Maríu Svansdóttur sem hefur rekið veitingastað undir sama merki í Grindavík. Gerður var samningur um reksturinn til fjögurra ára eftir að Halla átti hagstæðasta tilboðið í samkeppni um útleigu á staðnum.

Hjá Höllu býður uppá eldbakaðar súrdeigspítsur, ferskan fisk frá Grindavík, fersk salöt sem og úrval rétta til að taka með sér í flug.

Í tilkynningu frá Isavia er haft eftir Höllu að viðtökurnar hafi verið góðar, en staðurinn var opnaður til purfu fyrir nokkrum vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK