Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli opnaði formlega í gær.
Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli opnaði formlega í gær. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Hjá Höllu var formlega opnaður í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gær. Er staðurinn rekinn af Höllu Maríu Svansdóttur sem hefur rekið veitingastað undir sama merki í Grindavík. Gerður var samningur um reksturinn til fjögurra ára eftir að Halla átti hagstæðasta tilboðið í samkeppni um útleigu á staðnum.

Hjá Höllu býður uppá eldbakaðar súrdeigspítsur, ferskan fisk frá Grindavík, fersk salöt sem og úrval rétta til að taka með sér í flug.

Í tilkynningu frá Isavia er haft eftir Höllu að viðtökurnar hafi verið góðar, en staðurinn var opnaður til purfu fyrir nokkrum vikum.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir