Icelandair taldi gengið ósjálfbært

Sviptingar hafa verið í rekstri Icelandair á þessu ári.
Sviptingar hafa verið í rekstri Icelandair á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group.

Í umfjöllun um gengisþróunina og áhrif hennar á rekstur Icelandair segir Bogi Nils að áhrifin séu ekki komin fram í bókunum.

„Í okkar rekstri kemur veiking krónunnar fram með tvennum hætti; annars vegar með því að Ísland verður ódýrara fyrir erlenda ferðamenn, sem eykur eftirspurn eftir flugi til landsins, afþreyingu og gistingu. Það er alltaf einhver töf á því að þau áhrif komi fram, enda búið að selja fargjöldin fram í tímann. Hins vegar batnar afkoman vegna þess að við erum með langstærstan hluta af okkar tekjum í erlendri mynt en stóran hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. Veiking krónunnar kemur fljótt fram í okkar rekstri vegna þessa samspils.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK