Máttu ekki miðla dagskránni ólínulega

Síminn fékk lögbann við því að Sýn miðlaði með efni …
Síminn fékk lögbann við því að Sýn miðlaði með efni sjónvarpsstöðva Símans með ólínulegum hætti.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær þann héraðsdóms að Sýn, áður Fjarskiptum, hefði verið óheimilt að taka upp og miðla sjónvarpsefni sjónvarpsstöðva Símans með ólínulegum hætti.

Forsaga málsins er sú að Síminn og Sýn gerðu árið 2011 með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Um mitt ár 2015 sagði Síminn upp samningnum upp og tilkynnti í kjölfarið að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að stöðinni yrði opnaður. Samhliða yrði hætt að bjóða upp á ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir þess í stað seldar að þeirri þjónustu.

Ágreiningur reis milli samningsaðila í kjölfarið og taldi Sýn sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Fékk Síminn þá lagt lögbann við því að Sýn miðlaði með efni sjónvarpsstöðva Símans með ólínulegum hætti.

Staðfesti Hæstiréttur með dómi sínum niðurstöðu héraðsdóms um staðfestingu hins álagða lögbanns og um viðurkenningu á því að Sýn væri óheimilt að taka upp og miðla sjónvarpsefni stöðvanna með ólínulegum hætti.

Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér í kvöld segir að fyrirtækið fagni dómnum og að „Hæstiréttur komist að jákvæðri niðurstöðu með eins skýrum hætti og gert var“.

Niðurstaðan hafi verið afdráttarlaus, upptaka Sýn hf. á sjónvarpsefni Símans og dreifing þess til viðskiptavina sinna gegn óskum Símans hafi verið ólögleg. „Síminn metur nú forsendur dómsins og mun í framhaldinu meta það umfang sem að skaðinn olli fram að ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að leggja lögbann á gjörðir Sýn hf. og höfða skaðabótamál,“ segir í tilkynningunni. 

Vekur Síminn athygi á því að Hæstiréttur Íslands, æðsta dómstig landsins túlki fjölmiðlalög með öðrum hætti en Póst og Fjarskiptastofnun geri og það veki upp spurningar um úrskurð stofnunarinnar fyrr í sumar um meint brot Símans á fjölmiðlalögum. „Sá úrskurður er nú til meðferðar hjá dómstólum og er Síminn bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í því máli enda niðurstaða Hæstaréttar skýr og vel rökstudd Símanum í hag,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK