Verslunin verður að vera upplifun

„Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við.

Ég kom við í Glæsibæ þar sem fjöldi fólks keppist nú við að gera verslunina tilbúna fyrir opnunina. Einungis fimm ár eru síðan Nexus opnaði í Nóatúni og hafði þá stækkað mikið. Verslunarplássið í Glæsibæ er um 600 fermetrar en auk þess verður 500 fermetra spilasalur þar sem viðskiptavinir koma saman og spila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK