Hagnaður Ryanair dregst saman

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair.
Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. AFP

Hagnaður írska flugfélagsins Ryanair dróst saman um 7% á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok september. Nam hagnaðurinn 1,2 milljörðum evra. Tímabilið hefur einkennst af verkföllum og aðgerðum flugmanna og annarra í áhöfnum félagsins. 

Í tilkynningu kemur fram að áfram sé gert ráð fyrir að hagnaðurinn verði 1,1-1,2 milljarðar evra á rekstrarárinu sem lýkur í lok mars. Það er 12% minni hagnaður en árið á undan. Skýringin er aðallega verkföll áhafna en aflýsa hefur þurft hundruðum flugferða Ryanair vegna þeirra. Jafnframt hefur verðhækkun á eldsneyti haft áhrif og kostnaður vegna EU261 en þar vísar Ryanair til reglugerðar ESB sem kveður á um greiðslu skaðabóta til flugfarþega vegna seinkana á flugferðum og þegar flugferðum er aflýst. 

Tekjur Ryanair hafa aftur á móti aukist um 27% á fyrri hluta rekstrarársins. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, segir sumarið hafa verið mjög erfitt rekstrarlega séð ekki síst vegna verkfalla flugumferðarstjóra. Helsta skýringin á auknum tekjum eru breyttar reglur hjá Ryanair sem krefja farþega um greiðslu aukagjalds vilji þeir taka handfarangur sinn um borð ef taskan er stærri en handtaska. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK