Skoðar kæru á Garðabæ

Nýja World Class-stöðin við Ásgarðslaug verður fyrsta World Class-stöðin í …
Nýja World Class-stöðin við Ásgarðslaug verður fyrsta World Class-stöðin í Garðabæ. World Class í Actavis-húsinu í Hafnarfirði verður lokað í staðinn. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins í Kópavogi, hyggst skoða það vandlega að kæra þá ákvörðun bæjaryfirvalda í Garðabæ að ganga til samninga við World Class um opnun líkamsræktarstöðvar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, en tilboð Sporthússins var dæmt ógilt.

Þröstur segir í samtali við ViðskiptaMoggann að niðurstaðan sé fáránleg. „Þeir bera fyrir sig forsendubrest, sem á sér enga stoð,“ segir Þröstur, sem bíður nánari skýringa frá bænum. „Bæði ætluðum við að greiða meira en mótbjóðandinn til bæjarins á ársgrundvelli fyrir heimsóknir viðskiptavina í sundlaugina í Ásgarði, auk þess sem við fengum hærri einkunn frá dómnefndinni.“

Spurður nánar um forsendubrestinn segir Þröstur að það eina sem málið gæti snúist um sé að hann hafi endurmetið kostnað við nýbyggingu og endurmetið fjölda viðskiptavina út frá athugsemdum og niðurstöðu dómnefndar, auk þess sem hann hafi hækkað það verð sem hann var tilbúinn að greiða fyrir hverja heimsókn viðskiptavina í sundlaugina.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK