Segja sig fyrirvaralaust úr stjórn VÍS

Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn …
Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn VÍS. Ljósmynd/Aðsend

Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir, starfandi stjórnarformaður VÍS, og Jón Sigurðsson meðstjórnandi sögðu sig í gærkvöldi frá stjórnarstörfum á vettvangi félagsins. Tilkynning þar um barst í gegnum Kauphöll Íslands laust fyrir klukkan 23:00 í gærkvöld.

Tilkynningin barst í kjölfar stjórnarfundar sem haldinn var í félaginu í gær. Þar var lögð fram tillaga að breyttri verkaskiptingu stjórnar sem fól í sér að Helga Hlín, sem tók við formennsku í sumar sem leið í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagði sig frá starfinu, yrði að nýju varaformaður en í hennar stað yrði Valdimar Svavarsson kjörinn formaður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að þegar sú tillaga var borin upp hafi Helga Hlín þá þegar sagt sig úr stjórninni. Að loknum stjórnarfundi, þegar Valdimar hafði tekið við formennsku og Gestur Breiðfjörð Gestsson varaformennsku, ákvað Jón einnig að segja sig úr stjórninni.

Í tilkynningu sem Helga Hlín og Jón sendu sameiginlega frá sér í kjölfarið sögðu þau að trúnaður hefði til þessa ríkt innan stjórnar en: „Nú er hins vegar svo komið að stjórnarhættir innan stjórnar hafa leitt af sér trúnaðarbrest og um leið efa okkar um að umboðsskyldu stjórnarmanna sé gætt í ákvarðanatöku.“

Segja þau að forsendur séu brostnar fyrir því að þau telji sig geta sinnt skyldum sínum og axlað ábyrgð sem stjórnarmenn. 

Þegar Morgunblaðið náði tali af Valdimar Svavarssyni sagði hann ákvörðun tvímenninganna koma sér á óvart.

Fréttin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK