Fimm milljarða tíst „þess virði“

Elon Musk hefur verið duglegur við að koma sér í …
Elon Musk hefur verið duglegur við að koma sér í sviðsljósið undanfarið og oftar en ekki hefur það verið vegna umdeildra ummæla eða athafna. AFP

Elon Musk sagði á Twitter í gær að tístið sitt um hlutabréf Teslu hefði verið „þess virði“. Tístið eitt kostaði hann og fyrirtæki hans 20 milljónir Bandaríkjadala hvort um sig, samtals andvirði tæpra fimm milljarða íslenskra króna.

Musk þarf að láta af störfum sem stjórnarformaður félagsins þó að hann haldi áfram sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Í byrjun ágúst tísti Musk sumsé að hann ætlaði að taka Tesla af almennum markaði, yfirlýsing sem stóðst ekki en varð til töluverðrar röskunar á hlutabréfamarkaði. Fyrir það var Musk sektaður.

Tesla gengur sæmilega, þrátt fyrir þetta. Þeir munu hafa hagnast um 312 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi ársins.

Maður dýrs spaugs

Musk kom sér í klandur með þessu tísti. Talan 420 mun hafa vísað óbeint til 4/20, hátíðardags kannabisneytenda. Musk sást einmitt reykja slíkt í viðtali við Joe Rogan. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk fer fram úr sér á Twitter en honum tókst einnig að lækka gengi hlutabréfa Teslu þegar hann kallaði kafara barnaníðing á samfélagsmiðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK