Verðbólgan mælist 2,8%

Verð á nýjum bílum hækkaði um 2,6%.
Verð á nýjum bílum hækkaði um 2,6%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2018 er 459,4 stig og hækkar um 0,57% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 392,8 stig og hækkar um 0,59% frá september 2018. Mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,8%, samanborið við 2,7% í september.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Verð á nýjum bílum hækkaði um 2,6% (áhrif á vísitöluna 0,21%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,6% (0,12%). Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 0,9% (0,10%). Veggjöld lækkuðu þar sem gjaldtöku hefur verið hætt (-0,13%) að sögn Hagstofunnar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,7%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2018, sem er 459,4 stig, gildir til verðtryggingar í desember 2018. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.071 stig fyrir desember 2018, að því er Hagstofan greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK