71% velja verðtryggð lán

Flestir nýir lántakendur velja verðtryggð lán, eða 71% þeirra.
Flestir nýir lántakendur velja verðtryggð lán, eða 71% þeirra. Ómar Óskarsson

Um 81% allra útistandandi íbúðalána íslendinga eru verðtryggð og um 19% eru óvertryggð. Hins vegar hefur hlutdeild óvertryggðra lána aukist og eru 29% allra nýrra íbúðalána í hverjum mánuði óverðtryggð, en þau voru aðeins 12,7% árið 2015.

Langflestir nýir lántakendur velja hins vegar verðtryggð lán, eða um 71% þeirra, þrátt fyrir þá gagnrýni sem slík lán hafa sætt, að því er segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði og var hún kynnt á húsnæðisþingi í dag.

Vanskil einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði hefur minnkað töluvert. Ársbyrjun 2013 var um að ræða tæplega 77,5 milljarða króna eða 12% lánasafns sjóðsins í vanskilum.  Í ágúst 2018 voru þetta 6 milljarðar króna og 1,5% af útistandandi lánasafni sjóðsins.

Hlutdeild lífeyrissjóða í útistandandi íbúðalánum hefur aukist úr 13% í 24% frá árinu 2016. Á sama tímabili hefur hlutdeild viðskiptabankanna aukist úr 50% í 55%, en hlutur Íbúðalánasjóðs hefur farið úr 37% í 21%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK