Fjárfest í skugga taprekstrar

Þegar stjórn Íslandspósts ákvað að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir undir …
Þegar stjórn Íslandspósts ákvað að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir undir lok síðasta árs var ekki gert ráð fyrir þeim taprekstri sem nú hefur raungerst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þann 6. nóvember í fyrra tók stjórn Íslandspósts endanlega ákvörðun um að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæði fyrirtækisins að Stórhöfða 21. Þar er um að ræða stækkun á húsnæði fyrirtækisins og nemur viðbótin 1.100 fermetrum eða tæplega 2.000 fermetrum með milligólfi.

Samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Ríkiskaup héldu utan um nemur heildarbyggingarkostnaður við framkvæmdina tæpum 700 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er kostnaður við innréttingar í húsnæðinu inni í þeirri upphæð en ekki kaupverð mögulegs tækjabúnaðar, en ákvörðun um fjárfestingu í búnaði hefur ekki enn verið tekin. Þá segir í svari fyrirtækisins til ViðskiptaMoggans að gert sé ráð fyrir að áætlanir við framkvæmdina muni standast.

Athygli vekur að fyrirtækið hafi ráðist í jafnumfangsmikla framkvæmd og þessa í lok síðasta árs í ljósi þess að í september síðastliðnum varð ríkissjóður að leggja Íslandspósti til 500 milljónir króna í formi 12 mánaða láns í þeirri viðleitni að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækisins. Var lánveitingin veitt með fyrirvara um heimild í fjárlögum.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK