Gistináttafjölgun aftur hraðari

Gistinóttum á hótelum er að fjölga aftur hraðar en ferðamönnum.
Gistinóttum á hótelum er að fjölga aftur hraðar en ferðamönnum. Kristinn Magnússon

Það sem helst kemur á óvart í nýjum tölum Hagstofunnar um gistinætur í september er, að mati Þorsteins Andra Haraldssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka, að gistinóttum á hótelum er að fjölga aftur hraðar en ferðamönnum. „Það er ákveðin vísbending um að ferðamenn gætu verið að dvelja lengur á hótelum, en þeir hafa verið að gera á undanförnum mánuðum,“ segir Þorsteinn Andri.

Hann segir að tölurnar ýti undir það sem fram kom í skýrslu Arion banka frá því í september sl. að ferðamenn væru í auknum mæli að færa sig úr Air BNB-gistingu og yfir í hótel eða gistiheimili. Ástæðan er sú að sögn Þorsteins að framboð af Air BNB-íbúðum virðist vera að minnka. Líkleg ástæða þess er svo aftur, að sögn Þorsteins, að reglur eru orðnar strangari og eftirlit hins opinbera meira, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. „Framboð á hótelherbergjum hefur einnig aukist og verðið hefur nánast staðið í stað.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK