Munu þurfa að hlaupa á ný undir bagga með Póstinum

Nú standa yfir framkvæmdir við Stórhöfða 21 sem miða að …
Nú standa yfir framkvæmdir við Stórhöfða 21 sem miða að stækkun póstmiðstöðvar fyrirtækisins. mbl.is/Eggert

Allt stefnir í að tap Íslandspósts af bréfum sem fara í gegnum fyrirtækið á grundvelli einkaréttar þess á sendingum af því tagi muni verða 450 milljónir umfram þær áætlanir sem fyrirtækið lagði upp með í upphafi árs.

Þetta staðfestir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Morgunblaðið. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að það sem af er ári hafa fyrrnefndar bréfsendingar dregist saman um 14%.

„Samdrátturinn virðist aðeins vera að aukast og reyndist 23% í september og 20% í október,“ segir Ingimundur en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði um 7% á þessu ári.

Eins og greint hefur verið frá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið veitt fyrirtækinu 500 milljóna króna skammtímafyrirgreiðslu til 12 mánaða vegna bráðs lausafjárvanda þess. Sú lánveiting var veitt í september og áður en ljóst var orðið að enn myndi syrta í álinn varðandi fækkun bréfsendinga.

„Það er ljóst að ef samdrátturinn verður með þessum hætti þá mun fyrirtækið þurfa á frekari stuðningi að halda vegna tekjutapsins. Póstþjónusta er lögum samkvæmt á ábyrgð ríkisins. Íslandspóstur sinnir henni á grundvelli rekstrarleyfis. Ef hrun verður í bréfamagni og tekjum þar með, verður að mæta því með fjárveitingu eða skerðingu á þjónustu. Tekjur af einkaréttinum hafa hingað til að hluta verið nýttar til að greiða niður alþjónustuna, sem ekki eru viðskiptalegar forsendur fyrir, en alþjónustuskyldan felst í því að dreifa sendingum allt að 20 kg um allt land, m.a. á óhagkvæmum svæðum þar sem enginn vill sinna þeirri þjónustu,“ segir Ingimundur.

Nánari umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK