Bréf í Icelandair hækkuðu um 39% í dag

Mikil viðskipti voru með hlutabréf Icelandair í Kauphöll Íslands í …
Mikil viðskipti voru með hlutabréf Icelandair í Kauphöll Íslands í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 39,2% í dag en tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air rétt fyrir hádegi. Viðskipti með bréf Icelanda­ir voru stöðvuð áður en til­kynnt var um kaup­in en opnað var fyrir þau aftur klukkan 13:00.

Viðskipti með bréf Icelandair í dag námu rétt rúmum milljarði króna.

Kaupin eru meðal annars gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar. 

Fé­lög­in verða áfram rek­in und­ir sömu vörumerkj­um en sam­eig­in­leg markaðshlut­deild þeirra á markaðnum yfir Atlants­hafið er um 3,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK